Conor Gallagher miðjumaður Chelsea situr og bíður í Madríd eftir því hvort hann fari til félagsins eða ekki.
Conor mætti til Madríd um helgina til að klára skipti sín til liðsins en það eru vandræði. Samu Omorodion framherji Atletico Madrid var mættur til London í gær að ganga í raðir Chelsea en nú er allt farið í vaskinn.
Omorodion neitaði að skrifa undir við Chelsea en breytingar á samningi sem hafði verið rætt urðu til þess að hann neitar að fara.
Atletico getur ekki keypt Conor nema að selja og er Atletico nú að reyna að bjóða þeim Joao Felix.
Til að fléttan gangi upp þarf Chelsea hins vegar að borga 50 milljónir punda fyrir Felix og fá 35 milljónir punda fyrir Conor.
Conor situr á meðan í Madríd á milli steins og sleggju og sátu fréttamenn fyrir honum í dag.
🚨 GALLAGHER, en EXCLUSIVA en @elchiringuitotv.
❌ El jugador NO RESPONDE sobre su situación con el ATLETI.
📹 @marcosbenito9 pic.twitter.com/1l8H5xoW2y
— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) August 12, 2024