Óhætt er að fullyrða að Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui séu orðnir leikmenn Manchester United.
Félagið hefur ekki staðfest komu þeirra en þeir eru byrjaðir að æfa með liðinu.
Maður sem var á æfingasvæði United smellti mynd af æfingasvæðinu í dag þar sem De Ligt og bakvörðurinn voru mættir.
Þeir ættu því að vera leikfærir gegn Fulham á föstudag þegar enska úrvalsdeildin fer af stað.
Manchester United fékk tilboð í leikmennina samþykkt á laugardag og kláruðu þeir læknisskoðun í gær.
Búist er við að þeir skrifi undir samning við United í dag og verði kynntir.
De Ligt og Mazraoui skelltu sér saman út að borða í Manchester í gær og fóru á Sexy Fish sem er afar vinsæll staður þar á bæ.