fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
433Sport

Tilboð Manchester United samþykkt – Leikmaðurinn hins vegar með annan áfangastað í huga

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 13:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska félagið Lille hefur samþykkt tilboð Manchester United í Leny Yoro. Það er þó ekki þar með sagt að miðvörðurinn ungi sé á leið á Old Trafford.

Hinn 18 ára gamli Yoro er afar spennandi leikmaður sem spilaði stóra rullu í liði Lille á síðustu leiktíð þrátt fyrir ungan aldur.

United og Real Madrid eru á eftir honum en nú hefur Lille samþykkt 50 milljóna evra tilboð enska félagsins.

Rauðu djöflarnir hafa hins vegar ekki samið við Yoro sjálfan því hann vill helst fara til Real Madrid. Lille reynir þó að sannfæra hann um að ganga í raðir United þar sem besta tilboðið hefur borist þaðan.

Hjá Real Madrid eru menn pollrólegir yfir stöðunni. Þeir vita að Yoro vill sjálfur flytja sig yfir til spænsku höfuðborgarinnar.

Spænska félagið er hins vegar einnig opið fyrir því að bíða fram á næsta sumar, þegar Yoro verður samningslaus.

Sem stendur liggur ákvörðunin í höndum hins unga Yoro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mætir til leiks sem giftur maður á nýju tímabili – Nýtti sumarfríið vel

Mætir til leiks sem giftur maður á nýju tímabili – Nýtti sumarfríið vel
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag virðist treysta á óvæntan leikmann: ,,Hlýtur að vera hans ár“

Ten Hag virðist treysta á óvæntan leikmann: ,,Hlýtur að vera hans ár“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool stjarnan fékk að skemmta sér með heimsfrægum aðilum – Sjáðu myndirnar

Liverpool stjarnan fékk að skemmta sér með heimsfrægum aðilum – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hittir óvænt skólabróður sinn hjá Manchester United – Hafa þekkst í mörg ár

Hittir óvænt skólabróður sinn hjá Manchester United – Hafa þekkst í mörg ár
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Tíu menn ÍBV höfðu betur – Þór tapaði heima

Lengjudeildin: Tíu menn ÍBV höfðu betur – Þór tapaði heima
433Sport
Í gær

Líf stjörnunnar ekki að batna eftir rasíska myndbandið – Nú að missa prófið

Líf stjörnunnar ekki að batna eftir rasíska myndbandið – Nú að missa prófið