fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Tæki hann Albert með sér á framandi slóðir? – „Ef þú fengir töluna á blaði, átt kannski eftir að gera tvo samninga það sem eftir er“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. júlí 2024 15:04

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist ekkert ætla að verða af því að ítalski knattspyrnustjórinn Stefano Pioli taki við Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Fyrir nokkrum dögum var talið að hann tæki við og yrði launahæsti stjóri í heimi.

Pioli hefur stýrt fjölda ítalskra liða á ferlinum, þar á meðal Inter og AC Milan, þar sem hann var síðast. Pioli var aðeins til umræðu í hlaðvarpinu Dr. Football í gær og því velt upp hvort hann tæki Albert Guðmundsson með sér á næsta áfangastað, en hann er aðdáandi Íslendingsins.

„Ef hann fer til Al-Ittihad myndi ég halda að hann tæki Albert með sér. Ég myndi telja það mjög líklegt. Hann hefur alla tíð talað um Albert og í hvert skipti sem er viðtal fyrir Genoa leiki hefur hann talað mjög mikið um hann,“ sagði Hjörvar í Dr. Football í gær.

Albert átti stórgott tímabil með Genoa og á dögunum var hann meðal annars orðaður við Sádi-Arabíu. Hann hefur einnig verið orðaður við lið eins og Inter og Tottenham.

„Yrði þetta gott skref fyrir Albert?“ spurði Gunnar Birgisson í kjölfarið áður en Hjörvar tók til máls á ný.

„Ég veit ekki hvort það sé gott skref en ef þú fengir töluna á blaði, ert 27 ára, átt kannski eftir að gera tvo samninga það sem eftir er ævinnar. Ég held þú verðir að hugsa þetta þannig líka,“ sagði hann, en eins og flestir vita eru miklir peningar í boði í Sádí.

Pioli er samningslaus sem stendur en það verður gaman að sjá hvort hann reyni að fá Albert þangað sem hann skrifar undir næst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“