fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Hrósar yngri leikmönnum – „Ánægð með þær innan og utan vallar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Arnardóttir landsliðskona gerir ráð fyrir hörkuleik gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudag. Sigur í leiknum gulltryggir sæti á EM næsta sumar.

„Þetta verður hörkuleikur. Við erum búnar að spila mikið við þær undanfarið svo við erum farnar að þekkja þær ágætlega og fara vel yfir þær. Þetta er rosalega sterkt lið og við þurfum að eiga toppdag til að fá eitthvað út úr leiknum,“ sagði Guðrún við 433.is í dag.

video
play-sharp-fill

Leik liðanna ytra lauk með 3-1 sigri Þýskalands en Ísland átti fínasta leik. Stelpurnar okkar hafa lært vel af leikjunum við Þjóðverja undanfarið.

„Varnarlega þurfum við að loka á þær. Þær skora mikið af mörkum, eru með sterka leikmenn og vilja vera svolítið agressífar fram á við, koma með krossa og svona. Við verðum að vera sterkar í boxinu. Svo þurfum við að finna svæðin til að koma okkur framar. Leikurinn er spilaður á öllum vellinum og við þurfum að gera vel.“

Sem fyrr segir tryggir sigur á föstudag sætið á EM. Takist það ekki fær íslenska liðið annan séns á að tryggja sætið gegn Pólverjum ytra á þriðjudag.

„Við erum á heimavelli og erum að spila á móti Þýskalandi. Það væri ótrúlega sætt að gera það á móti þeim,“ sagði Guðrún.

Töluverð kynslóðaskipti hafa orðið á íslenska liðinu á undanförnum árum en nú virðist allt vera að smella saman.

„Við erum að komast meira inn í þetta allar saman. Það fór auðvitað gríðarleg reynsla úr liðinu á síðustu árum en það hafa komið mikil gæði sömuleiðis inn með ungu stelpunum. Ég er ótrúlega ánægð með hvernig þær eru að koma inn bæði innan og utan vallar.“

Nánar er rætt við Guðrúnu í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United setur sig í samband við Jorge Mendes – Vilja sækja sprettharða Þjóðverjann á Old Trafford

United setur sig í samband við Jorge Mendes – Vilja sækja sprettharða Þjóðverjann á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Baldur til nýliðanna
Hide picture