fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Mikil reiði vegna þessara ummæla Jurgen Klopp á kveðjuhátíðinni í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. maí 2024 11:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var haldin kveðjustund fyrir Jurgen Klopp í M&S Bank Arena í Liverpool-borg í gær.

Klopp hætti nýverið sem stjóri Liverpool eftir níu frábær ár, þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna.

Það var farið yfir víðan völl á viðburðinum í gær og meðal annars virtist Klopp skjóta á Chelsea. Hann hrósaði eigendum Liverpool í leiðinni.

„Við ættum að þakka fyrir að hafa þessa eigendur en ekki þá sem keyptu félag í London. Ég hefði ekki lifað af eitt ár með þeim. Loksins þegar þeir spila góðan fótbolta og eru á réttri leið er stjórinn rekinn hvort sem er. Fólk heldur alltaf að grasið sé grænna hinum megin,“ sagði Klopp meðal annars.

Þarna er hann vafalaust að tala um Chelsea og eigandann Todd Boehly. Mauricio Pochettino var látinn fara á dögunum þrátt fyrir að virðast vera að rétta af skútuna.

Þetta fór illa í marga stuðningsmenn Chelsea.

„Einn Englandsmeistaratitill á níu árum. Hann er heppinn að Liverpool er metnaðarlaust félag,“ skrifaði einn netverji.

„Við unnum jafnmarga Englands- og Evrópumeistaratitla og hann á þessum tíma og við áttum samt léleg ár,“ skrifaði annar og mun fleiri tóku í sama streng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu