fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það vilja allir vera ofar. Það er alveg ljóst,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, við 433.is á kynningarfundi Bestu deildar kvenna í dag. Þar var spá fyrirliða, þjálfara og formanna opinberuð og Þrótturum spáð sjötta sæti.

Ólafur tók við Þrótti í vetur en liðið hefur ekki sett sér markmið er varðar sæti í deildinni heldur frekar frammistöðu á vellinum.

„Við erum nýr hópur, nýr þjálfari og það tekur tíma að púsla þessu saman. Leikstíllinn verður kannski aðeins annar. En það er alveg ljóst að við förum í alla leiki til að reyna að vinna þá. Við erum ekki með markmið um nein sæti eða svoleiðis heldur ná tökum á því sem við erum að gera, þessum leikstíl og bæta okkur.“

video
play-sharp-fill

Hann var spurður út í þennan nýja leikstíl.

„Við viljum spila fram á við þó við verðum að bera virðingu fyrir varnarleiknum. En við viljum vera með smá ákefð í leiknum, spila í gegnum miðjuna. Við viljum halda boltanum þegar það á við og fara beinskeytt þegar það á við.“

Ólafur er himinnlifandi með fyrstu mánuðina í starfi í Laugardalnum.

„Þetta er búið að vera meiriháttar, ótrúlega skemmtilegt. Þróttur er mjög skemmtilegt félag. Það er mikil nánd, margir sem koma að félaginu og vinna þétt saman. Stelpurnar eru búnar að vera frábærar. Hópurinn er lítill en þéttur. Hann er búinn að vera saman í einhvern tíma og þær sem hafa komið inn hafa fallið vel inn í hópinn. Það er tilhlökkun að mæta í vinnuna á hverjum einasta degi. Maður biður ekki um meira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist
Hide picture