fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Hjónabandið sagt hanga á bláþræði: Allar brúðkaupsmyndirnar horfnar – ,,Ekki gera okkur þetta!“

433
Sunnudaginn 3. mars 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir það að hjónaband Wesley Fofana og eiginkonu hans Cyrine hangi nú á bláþræði.

Frá þessu greina enskir miðlar en Fofana er nafn sem margir kannast við og leikur hann með Chelsea á Englandi.

Fofana hefur upplifað erfið tvö ár hjá Chelsea en hann hefur glímt við mikið af meiðslum og er afskaplega lítið til taks.

Enskir miðlar segja að Fofana sé hættur að fylgja eiginkonu sinni á Instagram og gerði Cyrine slíkt hið sama – þau gengu í það heilaga fyrir tveimur árum síðan.

Til að bæta gráu ofan á svart þá er búið að eyða öllum brúðkaupsmyndunum af Instagram og er mögulegt að parið sé að skilja.

Fofana er 23 ára gamall og hefur hingað til aðeins spilað 15 deildarleiki með Chelsea en hann kynntist eiginkonu sinni er hann var 18 ára.

,,Eruði að spila einhvern leik hérna? Hvar eru myndirnar?“ sendir einn á Fofana á Instagram og bætir annar við: ,,Þið voruð fullkomin saman, ekki gera okkur þetta!“




Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu