fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Íslenski töframaðurinn sem mun kosta nokkra milljarða: Loksins kominn með sitt hlutverk – ,,Það sem Arnar gerði ekki“

433
Föstudaginn 29. mars 2024 15:30

Mynd: Instagram/Albert Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekkert farið framhjá fólki að Albert Guðmundsson er stórkostlegur leikmaður en hann spilar í dag með Genoa.

Albert er einnig íslenskur landsliðsmaður og spilaði frábærlega með Íslandi gegn Ísrael og Úkraínu á dögunum.

Um er að ræða gríðarlega spennandi leikmann og er útlit fyrir að hann fari í stærra lið í sumarglugganum.

Það var rætt frammistöðu Alberts í Íþróttavikunni á 433.is í vikunni þar sem Helgi Fannar Sigurðsson, Hrafnkell Freyr Ágústsson og Halldór Garðar Hermannsson ræddu málin.

,,Þetta er bara töframaður eins og Keli segir, hann er ekkert eðlilega flinkur með boltann og labbar framhjá mönnum eins og í marki þarna og smellti honum með vinstri,“ sagði Halldór.

Hrafnkell hrósaði Alberti enn frekar og bendir á að Age Hareide sé að nota Albert vel, annað en fyrrum landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson.

,,Hann svífur um finnst manni og það sem Age er búinn að gera það sem Arnar Þór gerði ekki, hann er búinn að finna stöðuna hans, hann er fyrir aftan og fær frjálsræði. Arnar var að reyna að troða honum á kanntinn eða einn upp á topp og það er ekki hann,“ segir Hrafnkell.

video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Í gær

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
Hide picture