Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Það eru hlutfallslega ekki margir Íslendingar á vellinum hér í Póllandi fyrir leik landsliðsins gegn Úkraínu sem hefst eftir um það bil korter.
Um er að ræða úrslitaleik um sæti á EM. Alls er búist við 34 þúsund manns á völlinn í kvöld en þar af eru 4-500 Íslendingar.
Þeir sem eru mættir láta þó vel í sér heyra. „Ísland á EM,“ syngja Íslendingarnir.
Myndband af þessu er hér að neðan.