fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

UEFA gerir ráðstafanir vegna góðs gengis Liverpool

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. mars 2024 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er á skriði bæði í ensku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni og evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, er farið að gera ráðstafanir skildi enska liðið fara í úrslitaleik síðarnefndu keppninnar.

Lærisveinar Jurgen Klopp eru svo gott sem komnir í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-5 sigur á Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Liðið verður að teljast það líklegasta til að hampa þessum Evróputitli í lok tímabils.

Frá Aviva-leikvanginum. Getty Images

Úrslitaleikur keppninnar mun fara fram í Dublin í Írlandi á Aviva-leikvanginum. Sá tekur 51.700 stuðningsmenn í sæti.

Þar sem Liverpool er ansi vinsælt félag í Írlandi og ekki er langt að fara fyrir stuðningsmenn liðsins á Englandi ætlar UEFA sér að setja upp risaskjái á Croke Park, rúmlega 80 þúsund manna velli í um 6 kílómetra fjarlægð frá Aviva-leikvanginum.

Það sama gæti verið uppi á tengingnum ef West Ham fer alla leið í úrslitaleikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester