fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Hlegið að ummælum stjórnarformannsins – ,,Mudryk er hæfileikaríkasti leikmaður heims“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 18:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mykhailo Mudryk er hæfileikaríkasti leikmaður heims og og á mikið inni að sögn Sergiy Palkin sem er stjórnarformaður Shakhtar Donetsk.

Mudryk lék með Shakhtar og stóð sig frábærlega áður en hann var keyptur til Chelsea í byrjun 2023 þar sem hlutirnir hafa ekki gengið upp.

Palkin hefur fulla trú á Mudryk og hans hæfileikum en telur að þjálfarateymi Chelsea sé einfaldlega ekki að ná því besta úr leikmanninum.

,,Ég get sagt ykkur eitt, að mínu mati þá er Mudryk sérstakður leikmaður og sá hæfileikaríkasti í heimi,“ sagði Palkin.

,,Til þess að ná því besta úr Mudryk þá þarftu að treysta á hann, það tengist peningum ekki neitt. Hann þarf tíma með þjálfarateyminu og þeim sem vinna náið með honum.“

,,Hann er ungur leikmaður sem kom frá Úkraínu til Englands, þetta eru tveir mismunandi heimar og gæðin eru allt önnur. Ef þjálfarateymið vinnur í honum og hans málum þá verður hann allt að fimm sinnum sterkari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk