Carlos Tevez talar um það sem sumarfrí þegar hann spilaði í Kína árið 2017 en þetta sumarfrí borgaði þó vel í aðra hönd.
Tevez var leikmaður Shanghai Shenuha árið 2017 en hélt svo heim til Boca Juniors.
„Það er gott að koma heim, ég var í sjö mánaða frí. Þegar ég lenti í Kína þá vildi ég fara til Boca,“ sagði Tevez þá.
Nú hefur komið í ljós að hann fékk 5,7 milljarða fyrir þetta sjö mánaða „sumarfrí“ eins og hann kallar það
Tevez lék með Boca í fjögur ár eftir þetta áður en hann hætti en 650 þúsund pund á viku í Kína hafa eflaust komið sér vel og gera enn í dag.