fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Axel ræddi við fleiri félög og fékk tilboð vestan hafs – „Þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 6. desember 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er fallegur dagur í dag, að koma aftur heim í Mosfellsbæ,“ sagði Axel Óskar Andrésson eftir að hafa verið kynntur sem nýr leikmaður Aftureldingar.

Miðvörðurinn var kynntur sem leikmaður nýliðanna ásamt bróður sínum, Jökli Andréssyni, og þeim Oliver Sigurjónssyni og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Axel og bróðir hans eru uppaldir í Mosfellsbænum og hafa verið sterklega orðaðir við Aftureldingu undanfarið.

„Það var ekki langur aðdragandi í samningamálum og þegar kom að því að selja mér verkefnið. En þetta tók smá tíma, sennilega verst geymda leyndarmál síðustu mánaða á Íslandi.“

video
play-sharp-fill

Það hefur mikla þýðingu fyrir Axel að Jökull hafi skrifað undir einnig.

„Það er bara allt, að bræðurnir komi saman hérna heim. Ég eiginlega trúi ekki að þetta sé að gerast því ég hélt þetta myndi ekki gerast á næstu árum.“

Axel segir margt hafa breyst hjá Aftureldingu frá því hann yfirgaf félagið fyrir tíu árum síðan og hélt til Englands.

„Það er rosalegur metnaður í kringum allt hérna. Þetta er dálítið mikið öðruvísi en fyrir tíu árum. Maggi og hans fjölskylda hafa gert góða hluti. Þetta er að verða alvöru batterí.“

Axel var hjá KR í fyrra en fór í gegnum erfiða kafla í liði sem var mjög undir væntingum.

„Ég vil rosalega mikið sýna hvað ég hef fram að færa. Þetta var rosalega erfitt tímabil með KR en það var svo margt sem spilaði inn í. Ég mun kryfja það seinna.“

Það var áhugi á Axel annars staðar frá en valið að lokum var einfalt.

„Ég talaði við einhverja klúbba á Íslandi og svo var samningstilboð vestan hafs. En þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
Hide picture