Hákon Rafn Valdimarsson spilaði í gær sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Brentford á Englandi.
Hákon kom inná sem varamaður í leik gegn Brighton en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Brentford og sungu þeir hans nafn eftir lokaflautið.
Hákon er afskaplega efnilegur markvörður en hann hefur spilað í enska deildabikarnum á þessu tímabili.
Söngva stuðningsmanna Brentford má heyra hér.
Valdimarsson! 🎶
Tremendous support from the away end tonight ❤️ pic.twitter.com/s1h57nUxNE
— Brentford FC (@BrentfordFC) December 27, 2024