Enzo Maresca, stjóri Chelsea, telur sína menn ekki tilbúna í titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni alveg strax þó þeir séu að eiga frábært tímabil það sem af er.
Chelsea, sem hefur gengið í gegnum erfiða tíma undanfarin tímabil, er í öðru sæti, 2 stigum frá toppliði Liverpool þegar mótið er að verða hálfnað.
„Við erum ekki tilbúnir að mínu mati,“ sagði Maresca eftir sigur Chelsea á Brentford í gær.
„Það má tala um titilbaráttu og stuðningsmenn mega láta sig dreyma, algjörlega. Ef ég á að vera hreinskilinn finnst mér við ekki tilbúnir en það gleður mig að fá stuðningsmenn til að dreyma.“