fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. desember 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loris Karius, fyrrum markvörður Liverpool og Newcastle, er nú orðaður við óvænt skref í þýskum miðlum.

Hinn 31 árs gamli Karius hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Newcastle í sumar, en hann hefur aldrei náð ferli sínum á flug frá því hann gerði afdrifarík mistök með Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid 2018.

Þýska blaðið Bild segir þó að Bayern Munchen sé nú með hann á blaði hjá sér vegna markvarðakrísunnar sem er að eiga sér stað þar.

Manuel Neuer er rifbeinsbrotinn og þá er varamarkmaðurinn Sven Ulreich einnig frá. Daniel Peretz fær traustið sem stendur.

Það gæti því farið svo að félagið næli sér í markvörð til bráðabirgða og spurning hvort Karius sé lausnin í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina