fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. desember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíumaðurinn Oscar yfirgaf kínverska félagið Shanghai Port á dögunum eftir sjö ár. Hann talar afar fallega um árin í Kína.

Það vakti athygli þegar Oscar fór frá Chelsea og elti peningana til Kína, þar sem hann þénaði heilt yfir um 30 milljarða íslenskra króna á sjö árum.

Oscar ræddi nýverið um lífið í Kína og hversu mikið hann og hans fjölskylda munu sakna þess, en hann hefur verið orðaður við endurkomu til heimalandsins.

Mynd/Getty

„Ég elska Shanghai en við getum ekki verið hér að eilífu, við erum of langt að heiman. Mamma mín er að eldast og systur mínar að eignast börn,“ sagði Oscar.

„Hvert sem við förum verður það ekkert eins og hér. Lífsgæðin hér eru á heimsmælikvarða. Ég hef aldrei séð svona í Evrópu. Krakkarnir mínar fara í skólann og koma heim með rútu án þess að við þurfum að hafa áhyggjur af öryggi þeirra. Við getum farið út eins mikið og við viljum, klukkan 2-3 á nóttunni og ekkert mun gerast.

Það eru engin eiturlyf. Þetta er eitthvað allt annað en bara þeir sem búa hérna skilja það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann