Nigel Pearson fyrrum stjóri í enska boltanum hefur síðustu þrettán mánuði glímt við veikindi sem urðu til þess að hann hefur þurft að læra að labba á nýjan leik.
Pearson var stjóri Bristol City á síðasta ári þegar veikindin fóru að gera vart við sig og hann lét af störfum.
Pearson er þekktast fyrir starf sitt hjá Leicester en hann greindist með taugasjúkdóm sem lamaði hreinlega kerfið hans.
„Ég vil þakka fyrir allan stuðninginn síðustu þrettán mánuði,“ segir Pearson.
„Að læra að labba á nýjan leik var ótrúleg áskorun, ég vil þakka öllum sem hafa hjálpað mér í ferlinum.“
„Ég hef átt frábæra tíma í gegnum þetta og fór meðal annars með pabba mínum til Bandaríkjanna að hitta ættingja mína í fyrsta sinn.“
„Undanfarið hefur mér tekist að hjóla og spila golf. Ég þarf að læra að sveifla aftur en ég hef ekki enn dottið.“
I would like to thank all the kind people who have continued to send their support during the last 13 months. I'd like to update you. Learning to walk again has been an incredible challenge. My appreciation of support from family, friends, colleagues, supporters, and medical… pic.twitter.com/VZhF6dLGej
— Nigel Pearson (@NigelGPearson) December 9, 2024