fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Antonio gæti fengið nýjan samning

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. desember 2024 21:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham gæti boðið Michail Antonio nýjan samning, en núgildandi samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. The Times segir frá.

Eins og flestir vita lenti hinn 34 ára gamli Antonio í skelfilegu bílslysi um helgina og var heppinn að ekki fór verr. Bíll hans gjöreyðilagðist en Antonio var fluttur fótbrotinn á sjúkrahús.

Það er ólíklegt að Antonio spili fótbolta aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir ár, en möguleiki er á því að hann neyðist til að leggja skóna á hilluna.

West Ham mun áfram borga laun Antonio út tímabilið hið minnsta, en sóknarmaðurinn þénar um 90 þúsund pund á viku.

Þá gæti félagið, samkvæmt nýjustu fréttum, framlengt samning leikmannsins en það fer allt eftir því hvernig endurhæfing hans mun ganga.

Antonio hefur verið á mála hjá West Ham í hart nær tíu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann