Stuðningsmenn Liverpool fengu gleðifréttir í dag en bæði Alisson og Diogo Jota æfðu með liðinu.
Báðir hafa verið frá vegna meiðsla undanfarnar vikur en nú virðist styttast í endurkomu þeirra.
Jota er lykilmaður og Alisson auðvitað aðalmarkvörður, þó Caoimhin Kelleher hafi staðið sig vel í fjarveru hans.
Liverpool er með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar 15 umferðum er lokið. Liðið á leik til góða á keppinauta sína eftir að viðureigninni við nágrannanna í Everton var frestað um helgina.
🚨🔙 Good news for Liverpool as both Alisson and Diogo Jota are back in team training today.
Staff expected to manage their game time but both key players finally returning.
Federico Chiesa, not training yet as he’s ill. pic.twitter.com/LrvfX6wkP7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 9, 2024