Jose Mourinho elskar fátt meira en að bauna á dómara þessa dagana en hann er þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi.
Fenerbahce tapaði 1-0 gegn Besiktas í gær þar sem Alex Oxlade-Chamberlain gerði sigurmark þess síðarnefnda.
Ummæli Mourinho koma mörgum á óvart en Besiktas átti fimm skot á mark Fenerbahce og áttu gestirnir aðeins tvö skot á mark heimaliðsins.
Mourinho vill meina að hans menn hafi verið mun sterkari í leiknum og kennir einnig dómara leiksins um tapið.
,,Við áttum allavega skilið jafntefli úr þessum leik. Við stjórnuðum leiknum en náðum ekki að klára hann,“ sagði Mourinho.
,,Ég vil óska dómaranum og Besiktas til hamingju. Verra liðið vann en við vorum ekki fullkomnir.“
,,Við vorum betri en þeir nýttu eina tækifærið sitt.“