Það er óhætt að segja að hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo hafi átt stórkostlegt ár sem knattspyrnumaður.
Ronaldo verður fertugur í febrúar á næsta ári en hann er leikmaður Al-Nassr í Sádi Arabíu í dag.
BeIN Sports fer yfir tölfræði Ronaldo og segir að hann hafi komið að 50 mörkum í 51 leik árið 2024.
Ronaldo er búinn að spila sinn síðasta leik á þessu ári en deildin í Sádi fer aftur af stað eftir áramót.
Ronaldo skoraði 43 mörk í þessum 51 leik og lagði þá upp önnur sjö fyrir liðsfélaga sína.
Allir leikir Ronaldo eru teknir með eða þá með bæði félagsliði og landsliði sínu Portúgal.