Naby Keita er að taka mjög áhugavert skref á ferlinum eftir misheppnaða dvöl hjá Werder Bremen í Þýskalandi.
Keita spilaði með Liverpool frá 2018 til 2023 en tókst aðeins að leika 84 leiki og var mikið meiddur.
Eftir komuna til Bremen 2023 hefur Keita leikið fimm leiki í deild og er að kveðja eftir stutt stopp.
Keita er enn aðeins 29 ára gamall en hann er að skrifa undir samning við ungverska félagið Ferencvaros.
Kjartan Henry Finnbogason spilaði með liðinu um tíma en Keita mun skrifa undir eins árs langan lánssamning í janúar.
Ásamt því að vera meiddur hefur hegðun Keita verið óásættanleg í Bremen en hann þurfti að biðjast afsökunar á síðustu leiktíð þar sem hann fór beint heim eftir að hafa ekki verið valinn í byrjunarlið gegn Bayer Leverkusen.