Viðræður milli Ibrahima Konate og Liverpool um nýjan samning ganga vel og stefnir í að miðvörðurinn skrifi undir.
Konate hefur verið meiddur í undanförnum tveimur leikjum en er í stóru hlutverki hjá Liverpool og forráðamenn félagsins sjá hann sem hluti af verkefninu næstu árin.
Núgildandi samningur Frakkans rennur út eftir næstu leiktíð og því upplagt að semja sem fyrst.
Nóg er að gera hjá Liverpool þessa dagana en félagið bauð Virgil van Dijk einnig samningstilboð nýlega. Þá standa viðræður við Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold yfir.
🚨🔴 Talks over new deal for Ibrahima Konaté at Liverpool keep proceeding as planned, club confident to get it sealed.#LFC management and coaching staff happy with Ibrahima as they want him to be part of long term project. pic.twitter.com/9jnyGH24vW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 5, 2024