Dimitar Berbatov fyrrum framherji Manchester United líkti Arsenal við Stoke City eftir 2-0 sigur liðsins á Manchester United í gær.
Arsenal skoraði bæði mörk sín eftir hornspyrnu en liðið hefur í raun orðið frábært í þessum þætti leiksins síðustu ár.
Berbatov sagði að enska úrvalsdeildin væri sú eina sem leyfði svona hörku í teignum og þetta væri hlutur sem Ruben Amorim þyrfti að læra.
„Þú verður að vera sterkur, hann hefur líklega horft á hliðarlínunni og spurt sig hvað væri í gangi með markvörðinn,“ sagði Berbatov.
Berbatov sagði grínið í dag vera það að líka Arsenal við Stoke City liðið undir stjórn Tony Pulis, þar sem langir boltar og föst leikatriði voru lykilatriði.
„Arsenal er hið nýja Stoke, treysta á föst leikatriði. Það getur gefið þér sigra.“
„Arsenal are the new Stoke City“
Dimitar Berbatov on Arsenal relying on set pieces for goals 😂😂😂pic.twitter.com/LNf52lomn7
— george (@StokeyyG2) December 4, 2024