fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Hlýjum orðum rignir inn eftir andlát Kath – „Takk fyrir að hugsa um alla“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. desember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tilkynnti í dag andlát Kath Phipps, sem starfaði fyrir félagið í 55 ár í ýmsum stöðum. Fallegum orðum um Kathy rignir inn og ekki síst frá leikmönnum United, núverandi og fyrrverandi.

„Kath studdi United allt frá barnæsku og árið 1968 varð hún skiptiborðsstjóri, skömmu eftir fyrsta Evrópubikar okkar. Hún myndaði vináttu með mönnum eins og Sir Matt Busby, Jimmy Murphy og öðrum stjörnum. Hún varði mörgum klukkustundum með með Ballon d’Or sigurvegurunum George Best, Bobby Charlton og Denis Law er þeir skrifuðu eiginhandaáritanir til aðdáenda.

Minning hennar verður varðveitt hér að eilífu af öllum þeim sem voru svo heppin að fá að kynnast henni. Í fyrra sagði hún að hún gæti ekki ímyndað sér að gera annað en að starfa hér og við getum sagt að það er erfitt að ímynda sér staðinn án hennar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu United.

Sem fyrr segir rignir kveðjum um Kath inn frá fjölda stórstjarna United nú og í gegnum tíðina.

„Hjarta og sál Manchester United. Hún er allt það sem félagið snýst upp, goðsögn sem verður sárt saknað. Takk fyrir minningarnar Kathy. Hugur minn er hjá fjölskyldu og vinum,“ skrifar Wayne Rooney.

Fyrirliði United í dag, Bruno Fernandes, setur hjartatjákn við færsluna og Marcus Rashford skrifar: „Skelfileg tíðindi. Öllum hjá félaginu og víðar elskuðu þig, þín verður sárt saknað.“

Fleiri leggja orð í belg og má þar nefna David De Gea, fyrrum markvörð United. „Svo yndislegt kona. Takk fyrir að hugsa um alla,“ skrifar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýtt félag í umræðuna um ungstirni United – Fáanlegur ódýrt eftir allt saman?

Nýtt félag í umræðuna um ungstirni United – Fáanlegur ódýrt eftir allt saman?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hörmungar Íslands á dögunum höfðu sitt að segja

Hörmungar Íslands á dögunum höfðu sitt að segja
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt brjálað eftir niðurlæginguna og hann tók málin í sínar hendur – Sjáðu rifrildið sem náðist á upptöku

Allt brjálað eftir niðurlæginguna og hann tók málin í sínar hendur – Sjáðu rifrildið sem náðist á upptöku
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skoraði loksins fyrsta deildarmarkið

Skoraði loksins fyrsta deildarmarkið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Guðni leggur skóna á hilluna vegna meiðsla

Jón Guðni leggur skóna á hilluna vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“
433Sport
Í gær

Hverfandi líkur á að hann endi í Manchester United – Tvær ástæður fyrir því

Hverfandi líkur á að hann endi í Manchester United – Tvær ástæður fyrir því
433Sport
Í gær

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“