Enzo Maresca stjóri Chelsea segir að Noni Madueke kantmaður liðsins verði að gera meira á æfingum og í leikjum til að spila meira.
Madueke byrjaði í sigri á Southampton í gær en fékk nokkuð last frá þjálfara sínum eftir leikinn.
„Noni Madeuke verður að fara að átta sig á því að hann þarf að æfa vel á hverjum degi,“ sagði Maresca eftir sigurinn.
Madueke hefur verið í stóru hlutverki á þessu tímabili en betur má ef duga skal að mati þjálfarans.
„Hann verður að hafa metnað, hann skoraði eitt en hefði getað skorað tvö eða þrjú. Hann þarf að leggja upp fleiri mörk. Hann þarf að æfa meira, því hann getur orðið miklu betri.“