Marc Guehi, leikmaður Crystal Palace, virðist hafa tekið lítið mark á viðvörun enska knattspyrnusambandsins fyrr í vetur.
Guehi er mjög trúaður maður en fyrr á tímabilinu skrifaði hann ‘Ég elska Jesús,’ á fyrirliðaband sitt.
Enska knattspyrnusambandið varaði Guehi við í kjölfarið en leikmenn mega ekki senda nein trúar skilaboð í beinni útsendingu.
Guehi var aftur með bandið í gær í leik gegn Ipswich en á hans bandi stóð ‘Jesús elskar þig.’ Talið er að Guehi verði refsað af sambandinu vegna þess.
Hans menn í Palace unnu 1-0 útisigur á Ipswich og spilaði enski landsliðsmaðurinn fínan leik.
Mynd af þessu má sjá hér.
Following a warning from the FA for writing “I love Jesus” on his rainbow armband, Marc Guehi has now written “Jesus loves you” on his armband for the game against Ipswich.
lpswich captain Sam Morsy has also chosen not to wear a rainbow armband again due to his religious… pic.twitter.com/15EvdMenrQ
— TripleZ (@NotZ3Music) December 4, 2024