Bruno Fernandes hefur verið vonbrigði tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni að sögn fyrrum leikmanns Liverpool, Neil Ruddock.
Ruddock sparaði ekki stóru orðin er hann ræddi um Bruno og viðurkennir að hann sé alls enginn aðdáandi portúgalska landsliðsmannsins.
Bruno ber fyrirliðabandið á Old Trafford en hefur ekki verið að eiga sitt besta tímabil hingað til.
,,Eini leikmaðurinn sem ég vil nefna er Bruno Fernandes. Ég hefði getað valið liðsfélaga hans hjá Manchester United en ég vel fyrirliðann,“ sagði Ruddock.
,,Ég er ekki hrifinn af honum. Hann er pirrandi og fer í taugarnar á mér. Hann er alltaf vælandi og kvartandi, ekkert er honum að kenna.“
,,Hann kemur ekki fram eins og fyrirliði. Hann er ekki að feta í fótspor fyrrum fyrirliða Manchester United.“