Guðmundur Magnússon hefur skrifað undir nýjan samning við Fram og mun leika með liðinu næstu tvö ári.
Það er Fram sem staðfestir þetta á samskiptamiðlum í kvöld en þetta eru afskaplega góðar fréttir fyrir félagið.
Guðmundur er uppalinn hjá Fram og hefur undanfarin ár verið einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.
Um er að ræða mjög öflugan markaskorara sem hefur gert 88 mörk í 269 leikjum fyrir Fram á ferlinum.
Guðmundur er 33 ára gamall og skrifar undir samning sem gildir til ársins 2026.