fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Age eftir leikinn: ,,Við spiluðum ekki vel í dag“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. nóvember 2024 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalansdsliðið vann sinn annan leik í Þjóðadeildinni í kvöld en leikið var við Svartfjallaland ytra.

Fyrri leikur þessara liða fór fram á Laugardalsvelli þar sem okkar menn höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu.

Það sama var upp á teningnum í kvöld en Ísland vann 2-0 sigur og er nú með sjö stig í riðli fjögur í B deildinni.

Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark Íslands með laglegu skoti og ekki löngu seinna bætti Ísak Bergmann Jóhannesson við öðru.

Age Hareide, landsliðsþjálfari, var nokkuð sáttur eftir leikinn en viðurkennir að frammistaðan hafi ekki verið of heillandi.

,,Fótboltinn er stundum skrítinn, við áttum skilið meira en eitt stig gegn bæði Tyrklandi og Wales,“ sagði Hareide við Stöð 2 Sport.

,,Við spiluðum ekki vel í dag en strákarnir börðust og komu sterkir inn í seinni hálfleik og skiptingarnar hjálpuðu okkur. Ísak kom sterkur inn, ungur strákur sem skoraði mark og er að standa sig vel í 2. Bundesligunni.“

,,Við þurfum stundum að róa leikinn niður og þetta getur tengst andlegum þætti. Hlutirnir líta vel út þegar við mætum til leiks en svo er völlurinn slæmur og við þurftum að notast við langa bolta en erum ekki að vinna þann seinni.“

,,Leikurinn við Wales verður mikilvægur, við getum náð öðru sætinu. Tyrkland hefur sannað það að þeir eru sterkasta liðið hingað til en við vitum að við getum unnið seinni leikinn gegn Wales.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni