fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Formaður kennarasambandsins fær á baukinn fyrir ferð sína erlendis um helgina – „Ég vann satt að segja bara töluvert mikið í fjarvinnu“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasamands Íslands gefur lítið fyrir þá gagnrýni að hann hafi farið til Englands um helgina til að skella sér á leik í enska boltanum. Magnús er einn þekktasti stuðningsmaður Liverpool hér á landi og sá sína menn vinna góðan 2-0 sigur á Aston Villa.

Verkfall hefur verið í nokkrum skólum og leikskólum síðustu vikur, hafa foreldrar margir sett út á það hvernig verkfallið er og því verið haldið á lofti að börnum sé mismunað. Aðeins nokkrar skólar taka þátt í þessum aðgerðum KÍ þessa stundina.

Í hópnum Leikskólaverkfall var það Aron Ferrua Teitsson sem vakti athygli á þessu, Aron á barn í leikskóla og hefur á Facebook nokkuð mikið tjá sig um verkfallið sem er í gangi.

„Greinilega mjög mikilvægt fyrir hann að geta kúplað sig frá verkfallinu og mætt endurnærður með ferskar hugmyndir frá Bretlandi,“ skrifar Aron í hópinn og nokkrir hafa tekið undir orð hans um að þetta sé furðuleg tímasetning formanns KÍ þegar verkfall er í gangi og kjaraviðræður eru í fullum gangi,“ skrifar Aron en færsla hans er hér að neðan.

 

Screenshot

Í samtali við DV.is gefur Magnús lítið fyrir þessa gagnrýni „Í minni vinnu er það nú satt að segja þannig að hún miðast hreint alls ekki við það að mæta bara á fundi í Borgartúni 21,“ segir Magnús í skriflegu svari til DV.is.

Magnús segist hafa verið nokkra daga í Liverpool en þar hafa hann svo sannarlega ekki bara verið í fríi. „Ég vann satt að segja bara töluvert mikið í fjarvinnu og fór m.a. í nokkur viðtöl þennan tíma þarna úti. Að sjálfsögðu hefði ég aldrei farið ef boðaðir hefðu verið fundir og flogið heim um leið ef fundur hefði verið boðaður,“ segir Magnús um málið.

Viðræður um nýjan kjarasamning kennara hefur engan árangur boðið hingað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu