Bryan Mbeumo framherji Brentford hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.
Mbeumo hefur verið að raða inn mörkum og Newcastle er byrjað að skoða að kaupa hann í janúar.
Mbeumo er 25 ára gamall og kemur frá Kamerún en Brentford vill væna summu fyrir hann.
Telegraph segir að Newcastle hafi áhuga en líklega þurfi félagið að selja til að geta keypt.
Newcastle er komið á ystu nöf þegar kemur að FFP reglunum og þarf félagið því að passa sig að eyða ekki um efni fram.