Kyle Walker fyrirliði Manchester City segir að Erling Haaland fara alla leið í því að ná árangri. Norski framherjinn hugsar vel um sig.
Haaland fær reglulega sendingu frá Noregi þar sem hann fær lax, hann vill aðeins snæða lax frá heimalandinu sínu.
„Hann er rosalegur atvinnumaður, hann er mikið í meðhöndlun, nuddi og ísbaði. Hann vill hafa allt í toppmálum,“ sagði Walker.
„Hann hugsar mjög vel um líkama sinn og hann hefur líka farið í breytingar á mataræði sínu.“
Walker fer svo yfir það hvað Haaland borðar. „Hann kemur með lax frá Noregi og hann sér til þess að við fáum líka.“
„Svo fær hann mjólkina beint frá kúnni, hann vill ekki að neinum aukaefnum verði bætt við.“
Sagt er í fréttum á Englandi að Haaland borði 6 þúsund kaloríur á dag til að viðhalda líkama sínum.