Kylian Mbappe er ekki beint vinsæll á meðal stuðningsmanna Real Madrid eftir El Clasico í kvöld.
Real fékk Barcelona í heimsókn og tapaði sannfærandi 4-0 á heimavelli en Mbappe var í fremstu víglínu.
Frakkinn var rangstæður sjö sinnum í viðureigninni og klikkaði þá einnig á mjög góðum færum fyrir framan markið.
Enginn leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu hefur náð þessu afreki síðan Karim Benzema var sjö sinnum rangstæður gegn Eibar árið 2018.
Ekki góð tölfræði fyrir Mbappe sem gekk í raðir Real frá PSG í sumar.
7 – Kylian Mbappé has been offside 7 times against Barcelona tonight, the highest tally for a player in a match in the Top 5 leagues since Karim Benzema against Eibar in November 2018. Successor. pic.twitter.com/cuhyBpiArf
— OptaJean (@OptaJean) October 26, 2024