Luis Suarez hefur staðfest það að hann hafi ekki áhuga á að fara aftur til heimalandsins, Úrúgvæ.
Suarez hefur verið orðaður við nokkur félög þar í landi en hann er bundinn Inter Miami í Bandaríkjunum.
Það er vilji Suarez að framlengja samning sinn við Miami sem rennur út í lok 2024.
Reynsluboltinn hefur staðið sig vel í Miami en hann hefur skorað 18 mörk og lagt upp önnur sjö í 26 leikjum á tímabilinu.
,,Ég veit að lögfræðingurinn minn er að ræða við félagið. Ég vil enda minn feril eins vel og ég get,“ sagði Suarez.
,,Mér líður vel líkamlega og vil halda áfram að vera hluti af sögu félagsins.“