Mason Greenwood framherji Marseille vill fá fund með enska knattspyrnusambandinu og Thomas Tuchel til að ræða framtíð sína í landsliðinu.
Greenwood á einn landsleik að baki en sá leikur kom í Reykjavík árið 2020.
Greenwood var svo undir rannsókn á lögreglu vegna ofbeldis í nánu sambandi en málið var fellt niður á síðasta ári.
Greenwood hefur verið magnaður með Marseille í Frakklandi síðustu vikur og vill komast aftur í landsliðið.
Hann er sagður vilja fund með nýjum þjálfara hvort hann sjái fyrir sér að pláss sé fyrir hann í landsliðinu eftir hið erfiða mál sem hann fór í gegnum.
Vilji enska landsliðið ekkert með Greenwood hafa getur hann spilað með Jamaíka.