Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir að það hafi verið auðvelt að velja Reece James í byrjunarliðið í gær.
Chelsea spilaði við Liverpool í efstu deild en leiknum lauk með 2-1 sigri þess síðarnefnda á Anfield.
James var að spila sinn fyrsta keppnisleik síðan í desember í fyrra en fyrirliðinn hefur glímt við þónokkur meiðsli á ferlinum.
James stóð sig nokkuð vel í leiknum og var Maresca alltaf ákveðinn að hann myndi byrja þessa viðureign.
,,Reece byrjaði því hann hefur æft mjög vel undanfarnar tvær vikur. Það var auðvelt að velja hann,“ sagði Maresca.
,,Já hann var emiddur en hann er kominn aftur og æfir vel. Vonandi getur hann spilað margar mínútur.“