Liverpool vann stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætti Chelsea á Anfield í dag.
Fyrri hálfleikurinn var ansi fjörugur en Liverpool vildi fá allt að þrjár vítaspyrnur og Chelsea eina.
Ein vítaspyrna var dæmt á Levi Colwill, varnarmann Chelsea, og úr henni skoraði Mohamed Salah.
Snemma í seinni hálfleik jafnaði Chelsea metin en Nicolas Jackson átti gott hlaup inn fyrir vörn heimaliðsins og kláraði færi sitt vel.
Það var svo miðjumaðurinn Curtis Jones sem kláraði leikinn fyrir Liverpool með fínu marki eftir sendingu frá Salah og lokatölur, 2-1.
Eins og áður kom fram voru nokkur vafaatriði í fyrri hálfleik en hér má sjá þegar Chelsea og Liverpool vildu fá víti.
Trent fouled Sancho twice in a the same sequence, he stamped on his right foot and kicked his left foot without getting the ball but the ref and VAR said no penalty 😩 pic.twitter.com/aJZcI53Hw3
— 🇨🇩🇸🇱 (@8Flavs) October 20, 2024
Is this a penalty for liverpool or sanchez got the ball? pic.twitter.com/ukSEbWxAyP
— Raf (@UtdRaff) October 20, 2024