Wolves 1 – 2 Manchester City
1-0 Jorgen Strand Larsen(‘7)
1-1 Josko Gvardiol(’33)
1-2 John Stones(’95)
Manchester City tókst að næla í sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrri leik dagsins er lokið.
Wolves tók á móti Englandsmeisturunum og var komið yfir eftir aðeins sjö mínútur á Molineaux.
City svaraði fyrir sig á 33. mínútu en Josko Gvardiol skoraði þá með frábæru skoti utan teigs.
Það stefndi allt í jafntefli en á lokasekúndunum skoraði John Stones fyrir gestina en hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.
Lokatölur 2-1 og fer City á toppinn í bili en Liverpool getur endurheimt það sæti á eftir gegn Chelsea.