fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Valur staðfestir komu Tinnu

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 19. október 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Brá Magnúsdóttir einn besti markvörður Bestu Deildar kvenna í sumar er gengin í raðir Vals. Tinna sem er fædd árið 2004 gerir 3 ára samning við félagið en hún kemur frá Fylki.

Fanney Inga Birkisdóttir sem hefur verið aðalmarkvörður Vals hefur verið seld til Hacken í Svíþjóð.

„Það er geggjað að vera búin að semja við Val sem er auðvitað eins og allir vita í fremstu röð þegar kemur að kvenna íþróttum. Maður finnur það þegar maður kemur að Hlíðarenda hversu mikill metnaður er í öllu hérna. Valur er frábært félag og hér ætla ég að vera. Ég hlakka sérstaklega til þess að vinna með Gísla markmannsþjálfara aftur, en við þekkjumst vel frá því ég var í Gróttu,“ segir Tinna Brá Magnúsdóttir nýr leikmaður Vals.

„Tinna sýndi það með frammistöðu sinni í sumar að hún er markvörður í fremstu röð. Hér í Val viljum við bjóða upp á alvöru metnað þegar kemur að því að hlúa að leikmönnum og gera þá enn betri. Tinna er þannig leikmaður og ég er ekki í vafa um að hún muni nýtast okkur frábærlega innan sem utan vallar,“ segir Björn Steinar Jónsson varaformaður knattspyrnudeildar Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Karlmaðurinn með stóru brjóstin er stoltur eftir að hafa öðlast frægð og frama á dögunum

Karlmaðurinn með stóru brjóstin er stoltur eftir að hafa öðlast frægð og frama á dögunum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“
433Sport
Í gær

Reynir að halda í 700 milljón króna húsið sitt eftir harkalegt gjaldþrot

Reynir að halda í 700 milljón króna húsið sitt eftir harkalegt gjaldþrot