Cristiano Ronaldo var á skotskónum í dramatískum sigri Al-Nassr en tölfræði þessa magnaða framherja í Sádí Arabíu er ótrúleg.
Ronaldo hefur spilað 54 leiki í Ofurdeildinni í Sádí Arabíu og skorað í þeim leikjum 55 mörk.
Í leikjunum 54 hefur Ronaldo svo lagt upp 15 mörk, hann hefur því staðið sig með ágætum.
Ronaldo er 39 ára gamall en hann er ekki á þeim buxunum að hætta og er í viðræðum við Al-Nassr um nýjan samning.
Talið er að Ronaldo vilji enda ferilinn á HM árið 2026 í Bandaríkjunum.
🟡🔵 Cristiano Ronaldo scores again for Al Nassr… and makes it 55 goals (plus 15 assists) in 54 games since he joined the Saudi Pro League.
907 career goals for CR7. 🇵🇹 pic.twitter.com/vakTA4Oevn
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 18, 2024