Paul Pogba vildi fara frá Manchester United árið 2019, þremur árum áður en hann samdi við Juventus.
Það er Pogba sem greinir frá þessu en hann taldi að það væri rétti tíminn til að fara 2019, þremur árum eftir að hafa samið við félagið.
Frakkinn er 31 árs gamall í dag en hann er á mála hjá Juventus en er í leikbanni eftir steranotkun – hann verður leikfær í mars á næsta ári.
,,Árið sem Jose fór og Ole tók við, það var mitt besta tímabil hjá United,“ sagði Pogba við Daily Mail.
,,Eftir síðasta leikinn þá tjáði ég Ole og Ed Woodward að þetta væri mitt síðasta ár og að ég vildi fara.“
,,Ég var 27 ára gamall á þessum tímapunkti en það gekk ekki eftir, ég fékk ekki það sem ég vildi. Ég gaf mitt besta fyrir félagið en sá ekki að það væri á uppleið.“
,,Manchester City og Liverpool voru mun betri en við og voru að bæta sig.“