Ítalska goðsögnin Luca Toni segir í góðum gír að Pep Guardiola hafi eyðilagt fótboltann með sinni hugmyndafræði.
Guardiola er þekktur fyrir ansi sérstakan leikstíl en hann hófst hjá Barcelona á sínum tíma er Toni var upp á sitt besta.
Guardiola spilar mjög flæðandi og skemmtilegan fótbolta sem hentar ekki öllum leikmönnum – margir þjálfarar fóru að gera svipaða hluti á þessum tíma.
Toni grínast með það að Guardiola hafi eyðilagt feril sinn og fótboltann með því að breyta hugmyndafræði leiksins.
,,Pep, þú eyðilagðir fótboltann með fölsku níunni! Ég gat ekki fundið mér lið í fjögur ár, í alvörunni,“ sagði Toni.
,,Geturðu sagt að þú hafi bara notað Lionel Messi í falskri níu? Ertu hrifinn af framherjum af gamla skólanum?“