Knattspyrnudeild Víkings og Matthías Vilhjálmsson hafa framlengt samning sinn út árið 2025. Matthías kom til félagsins frá FH árið 2023 og sama ár var hann lykilmaður í tvöföldu meistaraliði Víkings sem urðu Íslands- og Mjólkurbikarmeistarar sama ár.
Matthías varð svo Meistari Meistaranna fyrr á þessu ári með Víkingum.
„Matti er model professional, og hefur point to prove eftir frábært fyrsta season. Hann hefur verið mikilvægur partur af Víkingsliðinu síðastliðin 2 ár og og hann er mikil fyrirmynd fyrir okkar yngri leikmenn.,“ segir Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking
Matthías hefur verið meiddur undanfarnar vikur en Víkingur tekur þátt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og er að berjast um sigur í Bestu deildinni þegar tveir leikir eru eftir.