Enska knattspyrnusambandið er komið í formlegar viðræður við Thomas Tuchel og er búist við því að hann hreinlega taki við
Viðræður eru samkvæmt fréttum langt komnar og er búist við því að Tuchel taki starfinu.
Tuchel hefur mikið verið orðaður við Manchester United en nú stefnir í að hann taki við enska landsliðinu.
Tuchel hætti með FC Bayern í sumar og hefur síðan skoðað kosti sína, hann vildi aftur starfa á Englandi.
Tuchel gerði vel sem stjóri Chelsea þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina.
Enska landsliðið hefur leitað að þjálfara eftir að Gareth Southgate sagði upp störfum í sumar.