William Saliba varnarmaður Arsenal gerði sig sekan um slæm mistök í leik með franska landsliðinu í gær þegar liðið heimsótti Belgíu.
Saliba æddi af stað í sóknarmann Belgíu og rann á rassinn, það var með þeim afleiðingum að hann klippti sóknarmanninn niður.
Saliba slapp þó með skrekkinn en Youri Tielemans fór á punktinn og klikkaði.
Saliba hefur verið magnaður með liði Arsenal um langt skeið en ekki tekist að heimfæra það yfir í leiki með landsliðinu.
Þetta slysalega atvik má sjá hér að neðan.
Oiii what the fuck is Saliba doing 😭😭 pic.twitter.com/t6PIFXOStE
— Bradley (@BradleyLFC24v3) October 14, 2024