Kylian Mbappe hefur verið sakaður um nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi. Meint atvik á að hafa átt sér stað í Svíþjóð.
Mbappe segir ásökunina falsfréttir en Expressen í Svíþjóð segir að lögreglan sé með málið á borðinu.
Mbappe var í Svíþjóð í síðustu viku frá miðvikudegi til föstudags og dvaldi á Bank hótelinu í Stokkhólmi.
„Falsfrétt, þetta er svo augljóst nú þegar réttarhöld eru að hefjast,“ segir Mbappe.
Mbappe hefur kært PSG og segir félagið skulda sér 46 milljónir punda í laun.
Expressen segir að lögreglan í Svíþjóð skoði mál Mbappe en hann fór á næturlífið í Stokkhólmi