Kjaftasögurnar um Erik ten Hag og framtíð hans hjá Manchester United halda áfram en ljóst er að hann heldur velli í næstu leikjum.
Ten Hag hefur verið tæpur í starfi undanfarið og fundaði stjórn United í síðustu helgi um stöðuna.
Enskir götumiðlar segja að Ten Hag fái tvo leiki til að bjarga starfinu. United mætir Brentford og Fenerbache í næstu tveimur leikjum.
United tekur á móti Brentford á Old Trafford á laugardag og heimsækir svo Fenerbache í Tyrklandi.
Því er haldið fram að ef þessir tveir leikir tapist þá verði Ten Hag rekinn úr starfinu en Thomas Tuchel er mikið orðaður við starfið.